Sjálfsheilunar leikfimi

Kínversk leikfimi er sannreynd heilsubót og að baki henni liggja niðurstöður margra rannsókna.  Æfingarnar opna fyrir rásir um hjarta- og æðakerfi líkamans, lungu og lifur. 

Við vinnum í gegnum nálarstungupunkta sem gefa líkamanum skilaboð um að leiðrétta orkuflæði líkamans og er heilsubót við líkamlegum og andlegum kvillum.

Sjálfsheilunar leikfimi er blönduð hugrænni teygjuleikfimi og heilsu Qigong, hugmyndafræði kínverskrar leikfimi sem byggja á kínverskri heimspeki og kínverskum lækningum.  Aðalsmerki kínverskrar leikfimi er jafnvægi á líkama og sál og við iðkum leikfimina í friði og ró.  Alger slökun.