Drekinn – Wushu félagið í Reykjavik

Í samstarfi við alþjóðlega heilsu Qigong sambandið, alþjóðlega Wu Shu sambandið.

Keppendur frá Drekanum hafa náð mjög góðum árangri í keppnum í Kung Fu og heilsu-Qigong á erlendum vettvangi.

Wu Shu-art sem einnig er þekk undir heitinu Kung Fu á Vesturlöndum. Hefbundin kínversk bardagaíþrótt sem á sér aldagamla sögu.

WU SHU/KUNG FU FYRIR BÖRN , UNGLINGA OG FULLORÐNA

Við erum í samstarfi við kínverskan íþróttaháskóla og þaðan kemur kennarinn sem mun kenna á námskeiðunum allt árið. Kung Fu er mjög góð íþrótt fyrir börn og unglinga. Þetta er bardagaíþrótt, en þó með mismunandi áherslur.  Sumar æfingarnar eru kraftæfingar hugsaðar til að styrkja og efla líkamann á meðan aðrar eru rólegri og til þess ætlaðar að auka jafnvægi, einbeitingu og samhæfingu.  Með þeim eiga krakkarnir að ná betri stjórn á líkamanum.  Kung Fu er þannig ekki bara bardagaíþrótt, það er líka list.

Kung Fu hjálpar krökkum sem eiga erfitt með að einbeita sér og eykur almennt vellíðan.  Hún byggir upp sjálfstraust og eykur vellíðan.  Það er unnið að því að byggja krakkana upp andlega jafnt sem líkamlega.  Æfingarnar byggjast að miklu leyti á leikrænni tjáningu. Krakkarnir bregða sér í hlutverk ýmissa dýra, til dæmis apa, fugla og tígrisdýra.  Krökkunum er skipt niður eftir aldri, en yngstu krakkarnir eru fjögurra ára!

IMG_1020