Heilsurækt

Kínversk leikfimi uppbyggjandi heilsurækt og laus við álagsmeiðsl.

Í Heilsudrekanum bjóðast leikfimitímar fyrir börn, unglinga og fullorðna í samstarfi við alþjóðlega heilsu Qigong sambandið, alþjóðlega Wu Shu sambandið, Konfúsíusarstofnunina Norðurljós við Háskóla Íslands og Wu Shu félag Reykjavíkur.

Wu Shu

Wu Shu Taolu/Kung Fu: kraftmeiri tímar. Wushu-art sem einnig er þekkt undir heitinu Kung Fu á Vesturlöndum. Kung Fu er þannig ekki bara bardagaíþrótt, það er líka list.

Hefbundin kínversk bardagaíþrótt sem á sér aldagamla sögu.  Skiptist í mörg mismundandi form t.d Taiji (tai chi), Xing yi, Chang quan, Nan quan, með eða án vopna.  Eflir bæði líkamlegt og andlegt heilbrigði. Komdu á æfingu og prófaðu, finndu hvað hentar þér. Það bætir einbeitingu barnanna og styrkir heilastarfsemi þeirra. Agi lærist í Kung Fu fyrir börn.

Tai Chi

Tai Chi/Kung Fu: Þetta er ofboðslega falleg leikfimi.  Hentar öllum aldurshópum, ungum sem öldnum.  Æfingarnar mýkja líkamann, vinna með innri orku. Einkennist af afslöppuðum og mjúkum hreyfingum sem þjálfa í senn líkama og huga. Tai Chi hefur góð áhrif á huga og líkama og er hjartastyrkjandi auk þess að bæta miðtaugakerfið, öndun og meltingu.  Tai Chi getur líka hjálpað þeim sem glíma við svefnleysi.  Fólk á öllum aldri getur stundað Tai Chi og það er aldrei of seint að byrja!

Hugræn treyjuleikfimi

Vinnur gegn mörgum algengum kvillum.  Eykur blóðstreymi um háræðanetið, losar um uppsafnaða spennu og stirð liðamót.  Dregur úr vöðvabólgu og hefur góð áhrif á gigt og margt fleira.

Heilsu qigong

Qigong (borið fram “tsí-gong”) er yfir 5.000 ára gamalt æfingakerfi í heilsurækt þar sem saman fer qi, sem merkir “lífskraftur”, og gong, sem merkir “nákvæmar  æfingar”.

  1. Aukin vellíðan og lífsþróttur.
  2. Lækkar blóðþrýsting, bætir hjarta- og æðastarfsemi, jafnar hjartsláttartíðni og lækkar kólesteról.
  3. Dregur úr þrálátum sársauka. – Með hjálp sjónar, stjórnun hugar og líkama getur þú dregið úr þrálátum sársauka frá liðagigt.
  4. Betra blóðstreymi. – Með sérstökum öndunaræfingum getur þú aukið súrefnisflæði í líkamanum.
  5. Dregur úr spennu – með því að minnka viðbrögð við spennuvekjandi álagi.
  6. Hjálpar gegn þráhyggu- og áráttuhegðun, þunglyndi, kvíða og persónuleikaeinkennum af A-gerð.
  7. Byggir upp sjálfsvirðingu – með því að leyfa þér að líða vel og þægilega.