Tai Chi

Tai Chi/Kung Fu: Þetta er ofboðslega falleg leikfimi.  Hentar öllum aldurshópum, ungum sem öldnum.  Æfingarnar mýkja líkamann, vinna með innri orku. Einkennist af afslöppuðum og mjúkum hreyfingum sem þjálfa í senn líkama og huga. Tai Chi hefur góð áhrif á huga og líkama og er hjartastyrkjandi auk þess að bæta miðtaugakerfið, öndun og meltingu.  Tai Chi getur líka hjálpað þeim sem glíma við svefnleysi.  Fólk á öllum aldri getur stundað Tai Chi og það er aldrei of seint að byrja!